Sögur af lífi utanríkisráðuneytisstarfskonu í Nýju Jórvík...

 
Archives
<< current

 
Sibba
Sif
Binna sæta
Fríríkið
Kollý
Jóhanna Ósk
Fjalar
Deeza's Diner
Erla


Sögur frá Nýju Jórvík
 
17.11.04  
Svona fyrir Sif og Sibbu meira langar mig aðeins að tala meira um Interpol tónleikana og þá helst um Íslendinga-vininn Carlos D. Ég veit að þið eruð búnar að bíða spenntar eftir þessu og nú er tími til kominn að segja frá. Vinur okkar sem sló í gegn síðast þegar við þrjár sáum hann á sviði með kúreka lúkki (byssubelti et al) var í þetta sinn klæddur í einhverskonar nútíma Hitler-æsku-átfit. Ég hef eiginlega ekki annað orð yfir þetta, hann var í svörtum buxum og skyrtu með rautt bindi og rauðan borða um upp-handlegg vinstra megin (minnir mig).. við vorum mjög hissa og margir voru á því að þetta væri nú kannski ekki alveg besta útlitið fyrir hann eða mann í hans stöðu almennt! Við Lilja og Eyjó voum að ræða þetta eftir tónleikana yfir einum eða tveim kollum og bentu þau mjög réttilega á að Carlos væri mjög farinn að líkjast The Thin Man úr Charlies Angels myndunum. Ég sá þetta ekki reyndar frá fyrstu hendi á tónleikunum en þegar þau minntust á það er þetta alveg rétt... hárið og fötin, hreyfingarnar :-) bráðum verður hann farinn að rífa hárlokka af fólki til að þefa af! Hann verður samt alltaf sami über töffarinn, það er á hreinu.

Í öðrum fréttum er svo t.d. það að þið verðið að horfa á næstu Amazing Race seríu í sjónvarpinu þar sem að fyrsti þátturinn (sem var reyndar 2 tímar hérna) var nánast allur tekinn upp á Íslandi og var ekki leiðinlegt að fylgjast með því. CBS sjónvarpsstöðin sýnir þættina eins og alltaf hérna megin við hafið og er með skemmtilegt innskot í morgunþætti sjónvarpsstöðvarinnar í morgun og út vikuna skilst mér þar sem að tveir af kynnum þeirra fara í spor keppenda í þáttunum og byrja að sjálfsögðu líka á að fara til Íslands, svaka landkynning og við höfum aðeins fundið fyrir því í dag í vinnunni að fólk er að hringja og biðja um bæklinga og upplýsingar um vegabréfsáritanir svo.. áfram Amazing Race!

Svo er bara allt gott að frétta af foreldrunum, þau eru flutt inn í svaka fína íbúð sem þau eru með á leigu þarna í Englandinu, eru að vinna í að fá síma og bíl og bara allt sem maður þarf. Heyri í þeim reglulega og bara gott hljóðið. Ég er líka bara þokkalega hress, við ágæta heilsu, veðrið skaplegt og allt það svei mér þá. Bið að heilsa heim í snjóinn...

22:02 Viltu blaðra?

13.11.04  
Langaði bara að segja ykkur, ef einhver nennir enn að skoða þessa síðu, að ég var á fínum Interpol tónleikum í gærkveldi. Eina sem hægt er að kvarta yfir er að þeir spiluðu bara í rúman klukkutíma.. á fullu blasti reyndar, en ég verð að segja að ég hefði alveg þolað hálftíma til klukkutíma í viðbót. Þeir tóku ekki einu sinni öll lögin af nýju plötunni og þó að þeir hafi spilað nokkur lög af þeirri gömlu þá tóku þeir ekki mín uppáhaldslög! En þrátt fyrir allt er alltaf ofur kúl að sjá Interpol spila sko og þess vegna var mjög gaman. Siggi var í bænum og kom hann með á tónleikana. Eins langar mig að láta vita að ég er búin að fara á tónleika með Morrisey í fyrsta skiptið og varð ekki fyrir vonbrigðum með kallinn... Ella, hann skipti um skyrtu 5 eða 6 sinnum á einum og hálfum tíma.. þýðir það eitthvað? :-)))) Er líka búin að fara á tónleika með Death Cab for Cutie og á tónleika með Blonde Redhead og var mjög gaman á þeim öllum þó að reyndar hafi verið mjög erfitt að hlusta á uppklappslögin hjá Blonde Redhead.. soldið erfið fyrir hlustirnar.

Siggi er búinn að vera á landinu í viku og gisti hann hjá mér fyrstu tvær næturnar og bauð mér út að borða á æðislegan japanskan veitingastað sem heitir Nobu Next Door sem var alveg brilliant. Ég fer alveg pottþétt aftur þarna, kannski þegar ég fæ næst gesti að heiman?!

Fór að horfa á heimildarmynd sem heitir Kiran over Mongolia og er um fólk frá Kazakstan sem býr í Mongólíu og hefur í aldaraðir notað gullna erni til að veiða. Mjög heillandi umfjöllunarefni og myndin í alla staði mjög fín. Anna Halldórsdóttir svaka skemmtileg stelpa sem ég kynntist hérna í gegnum Sif (sakna þín og Kidz mikið) sá um tónlistina í myndinni en kærastinn hennar Joseph Spaid leikstýrði og framleiddi myndina. Vona að þeim gangi vel að koma myndinni á framfæri þau eiga það alveg skilið.

Vil helst ekki tala um kosningarnar hér í landi um daginn.. flestir í borginni virðast vera þunglyndir yfir úrslitunum og það er búið að ræða þetta alveg til hins ítrasta og fátt eftir ósagt og því nenni ég ekki að ræða þetta! Bið bara að heilsa í bili og vona að það séu allir í góðu stuði hvar í heiminum sem þið eruð.

23:03 Viltu blaðra?

2.11.04  
Andstutt að stökkva hér inn í nokkrar sekúndur, það er búið að vera svo mikið að gera í vinnunni síðustu vikurnar að maður er hálf andlaus þegar maður kemur heim og svo einhvern vegin var svo langt síðan að ég skrifaði síðast að ég var hálf eitthvað að ætla mér að skrifa einhver ósköp næst... enda hellingur búinn að gerast síðan ég kvittaði fyrir síðast.
Ég læt þó vera að tala um það að sinni.. vonandi nenni ég að skrifa eitthvað á morgun e. kosningarnar... en nú er maður bara að verða spenntur hver/hverjir vinnur/vinna sko.

Fannst ég voða sniðug þegar ég fór að pæla í hvort yrði: A Bush and a Dick or two Johns in the White House? Kemur allt í ljós eftir einhverja tíma.. nú nema það þurfi að endurtelja á mörgum stöðum eða að það verði jafntefli.. og hvað þá? Hæstiréttur að ákveða .. aftur? Eða ef það verður jafnt verður þá Bush áfram forseti og Edwards gerður að varaforseta.. eða??? Jamm góðir hálsar, það er engin lognmolla fram undan held ég, enda bæði lið komin með tugi þúsunda lögfræðinga á sín snæri bara svona EF eitthvað fer ekki eins og þeir búast við sko. Meira síðar.. þarf að kíkja aðeins á kosningasjónvarpið!

15:12 Viltu blaðra?

 
This page is powered by Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com