Sögur af lífi utanríkisráðuneytisstarfskonu í Nýju Jórvík...

 
Archives
<< current

 
Sibba
Sif
Binna sæta
Fríríkið
Kollý
Jóhanna Ósk
Fjalar
Deeza's Diner
Erla


Sögur frá Nýju Jórvík
 
26.1.05  
Nánast nafna mín var með svona könnun á sinni síðu og ég bara stóðst ekki freistinguna og tékkaði tvisvar á mér þar sem að það kom tvennt til greina með nokkrar spurningarnar og hér eru niðurstöðurnar:


Float On by Modest Mouse

"Bad news comes don't you worry even when it lands
Good news will work its way to all them plans"

Laid back and real, people appreciated you for you are in 2004.


Ekki slæmt... nokkuð ánægð með þetta enda eðal band!

1985 by Bowling for Soup

"Where's the mini-skirt made of snakeskin?
And who's the other guy that's singing in Van Halen?
When did reality become T.V.?
What ever happened to sitcoms, game shows?"

You took the bitter with the sweet in 2004 - and kept laughing.
Hef ekki hugmynd um hvað mér finnst um þetta... hef reyndar séð tvo af þessum gaurum nokkrum sinnum í sjónvarpi að kommenta á dægurmál fyrr og nú og finnst þeir báðir nokkuð fyndnir en verð að viðurkenna að ég þekki ekki tónlistina!

Í öðrum fréttum er það helst að Sibba kom og er farin aftur, við skemmtum okkur konunglega eins og alltaf og var voða gaman að geta kynnt hana fyrir nokkrum nýjum vinum og svona. Héldum upp á afmælið hans Alexar Laxdal Apelewicz með pompi og prakt eins og ber að gera þegar maður er eins árs. Fórum fullt út að borða og drukkum smá hvítvín :-) Takk fyrir komuna vinkona. Svo er bara verið að telja niður í það að systurnar láti sjá sig.. 54 dagar nokkurn vegin.. WOHOO!!

15:15 Viltu blaðra?

6.1.05  
Gleðilegt ár allir, vona að þið hafið haft það frábært yfir hátíðarnar. Takk fyrir kort og gjafir, það var verulega gaman að fá þetta allt og ég vona bara að þið hafið verið jafn ánægð með ykkar :-)

Ég fór til Englands yfir jól og áramót og gisti hjá mömmu og pabba sem eru búin að koma sér ljómandi vel fyrir í mjög fínni íbúð með tveim svefniherbergjum og tvískiptu baðherbergi... þ.e. klósettið er í einu herbergi og svo baðkarið og vaskurinn í öðru, sem er frábært, maður getur lagst í bað án þess að teppa klósettið sko.. algjör snilld. Það var alveg frábært að hitta foreldrana og Ellu, Trevor, Esju og Sólu. Við áttum yndislegt aðfangadagskvöld öll saman og mamma Trevors líka auðvitað, borðuðum kalkún og nautakjöt með allskonar gúmmulaði, pabbi eldaði kalkúninn og Ella nautið. Æðislega gott, svo eftir að búið var að ganga frá var farið að rífa upp pakka og þvílíkt pakkaflóð! Esja litla gat ekki einu sinni opnað alla pakkana það kvöldið, nokkrir voru geymdir þar til næsta dag og ég held daginn eftir það líka! En allir voru glaðir með sitt, ég fékk fullt af bókum, náttföt, rúmföt, konfekt, myndir af stelpunum hennar Ellu og ramma með þeim, spólur með uppistandara sem heitir Peter Kay, eyrnalokka, engla og margt fleira. Alveg ljómandi bara.

Dögunum var svo bara eytt með fjölskyldunni, við mamma fórum til Brighton að versla á útsölunum, pössuðum Esju og Sólu í tvo daga og svo vorum við öll í svaka skemmtilegu áramótapartýi hjá Ellu og Trevori, skutum upp flugeldum og höfðum það almennt mjög huggulegt. Síðasta deginum mínum (mánudeginum síðasta) eyddi ég svo á rölti um miðbæ Worthing með Ellu og svo elduðum við mat heima hjá henni og ég hjálpaði við að baða stelpurnar í síðasta skipti í bili og kyssti góða nótt og bless í leiðinni. Mamma og pabbi skutluðu mér svo á flugvöllinn á þriðjudaginn á bílaleigubíl (eru ekki búin að fá sér bíl ennþá enda nýkomin til þess að gera) og svo fór ég í 7 tíma flugið heim. BA eru með fínar vélar, sérstaklega finnst mér frábært að það er sjónvarp við hvert sæti og maður getur valið sér bíómyndir að horfa á og mest allt nýlegar myndir, ég horfði á Wimbeldon og Garden State á leiðinni og las í jólabókum og svo bók sem ég keypti á flugvellinum "The Long Way Round" eftir Ewan McGregor og Charley Boorman sem er skrifuð í dagbókarstíl um ferðina þeirra frá London til New York á mótorhjólum the long way round, þ.e. gegnum Frakkland, Þýskaland, Swiss, Tékkland, Slóvakíu, Kazakstan, Mongólíu, Síberíu, Alaska og svo í gegnum Bandaríkin til New York. Það voru einmitt gerðið sjónvarpsþættir um þetta sem ég hef reynt að horfa á bæði hér og í Englandi.. en mig vantar að sjá byrjunina. Gaman að þessu öllu. En alla vega nú er ég komin heim og Sibba er á leiðinni til mín í næstu viku í heimsókn. Svo koma Tinna og Ella um páskana (WOOHOO) og svo hittumst við öll fjölskyldan vonandi í Englandi í kringum afmælið hennar Tinnu í maí. Fullt að hlakka til.. en læt þessu lokið í bili... langaði bara að segja GLEÐILEGT ÁR svona á síðasta degi jóla í þetta skiptið, þakka fyrir móttökurnar í Englandi og segja ykkur þar að ég sakna ykkar mikið, það vantaði bara Tinnu systur og Pete og þá hefði þetta verið fullkomið, gengur betur næst, ha?? Alla vega hafið það sem best.. meira seinna.

20:47 Viltu blaðra?

 
This page is powered by Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com