Sögur af lífi utanríkisráðuneytisstarfskonu í Nýju Jórvík...

 
Archives
<< current

 
Sibba
Sif
Binna sæta
Fríríkið
Kollý
Jóhanna Ósk
Fjalar
Deeza's Diner
Erla


Sögur frá Nýju Jórvík
 
4.3.05  
Vá rúmlega mánuður án þess að skrifa staf á síðuna.. það er nú vel af sér vikið.. þó að þetta hafi reyndar verið stysti mánuðurinn á árinu. Ýmislegt hefur þó á dagana drifið.. ég frétti af barnsfæðingu og nafni í höfuðið "uppáhalds frænda fjölskyldunnar" og fann ég síðu hans á barnalandi og skemmti mér vel yfir að skoða hana, myndir úr skírninni og allt það sko. Ég keypti mér nokkrar bækur í viðbót (eins og það sé plás.. ha ha ha ha) og dvd disk.. horfði loks á 8 Mile og svo fór ég að sjá fyndnasta mann í heimi síðasta föstudag!!
Við Begga skelltum okkur saman á sjóið og sér enginn eftir því. Við sátum á frábærum stað (orchestra seats) og lentum einhvern veginn í miðjum hóp af Skotum og Englendingum sem augljóslega stylla úrin sín eftir manninum og því var enn meira gaman því fólkið í kringum okkur gersamlega grét úr hlátri.. og tók ég vel undir með þeim mest allan tímann enda þarf ekki mikið meira en hósta frá ákveðnu fólki til að ég skelli upp úr.
Ætlaði varla að þora að segja litlu systir og hennar manni frá þessu þar sem að þau kynntu mig fyrir snilldinni á sínum tíma og er þeim að þakka að ég er svona mikill aðdáandi.. en ég reyni að finna út hvort hann kemur ekki aftur fljótlega og þá get ég bara keypt miða handa þeim líka og þau komið yfir til að sjá kallinn.
Skilst reyndar að Eddie Izzard sé í heimsókn á Íslandi fljótlega og er ég frekar öfundsjúk og svekkt yfir að missa af honum enda er hann eiginlega jafn fyndinn og Billy Connolly finnst mér.. bara á annan hátt. Svo þið heppnu sem fenguð miða á þessum 8 mínútum sem tók að seljast upp.. skemmtið ykkur frábærlega og ekki drekka mikið á undan eða á meðan.. borgar sig alls ekki!

Það er svo helst í fréttum að nú eru bara 7 dagar í Ástu og Palla (þau ákváðu að kíkja á stelpuna.. henni til ómetanlegrar gleði) og 18 dagar í að systur mínar komi til mín. Handleggs og magavöðvar ættu að fá góða þjálfun í báðum þessum heimsóknum og var hitað aðeins upp í gær, enda einn af gestum okkar hér í vinnunni árinu eldri í gær og svo varð ég auðvitað að fara með systur gamals kunningja og vinar út að maður minnist ekki á hana Lilju, þessa elsku og því var öllu slegið saman og aðeins kíkt á mat og DRYKK svona helst sko. Því læt ég þessu lokið í bili.. enda heilsan ekki alveg 100 prósent í dag.. hip hip.. o.s.frv.

15:28 Viltu blaðra?

 
This page is powered by Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com