Sögur af lífi utanríkisráðuneytisstarfskonu í Nýju Jórvík...

 
Archives
<< current

 
Sibba
Sif
Binna sæta
Fríríkið
Kollý
Jóhanna Ósk
Fjalar
Deeza's Diner
Erla


Sögur frá Nýju Jórvík
 
22.7.05  
Svo.. maður er bara kominn heim eftir rúma viku.. 5 vinnudagar þegar þessi er búinn.. woohoo!! Get bara varla beðið eftir að hitta Tinnu og Pete, Sibbu, Agga, Kidda og Sif og erfingja þeirra hana Sölku.. jebb þau eru búin að eiga og fengu sum sé stelpu sem var 17 merkur og 52 cm gat bara varla verið betra, afturðin ber nafnið Salka og er mjög blandað eintak af foreldrum sínum. Hlakka til að hitta dömuna í eigin persónu en ekki á mynd eða sem hljóð í símanum :-)) og já ég hlakka til að hitta ykkur öll líka!!! Tanja (stjúpdóttir Össa) og kærastinn hennar eru á leiðinni og ætla að vera hér alla helgina.. ég sendi þau sennilega að mestu leyti út að versla og skoða sig almennilega um.. og ég eyði tímanum í að kíkja á það sem mig vantar áður en ég legg í ferðalag og í að þrífa íbúðina mína.. kannski arfreyta svalinar líka?! Sjáum til.. það tekur því nú varla að vera að leggja brjálaða vinnu í svalirnar bara til að þær verði orðnar nákvæmlega eins þegar ég kem aftur.

Matarboðin mín hafa gengið vonum framar (hef haldið 3 í júlí) og lítur út fyrir að ég verði að halda boð reglulega hér eftir.. að minnsta kosti finnst Paul og Dave það.. kannski þeir séu þá til í að reyta svalirnar og þess háttar í staðinn fyrir mat?? Styng upp á þessu í kvöld.. við Begga ætlum á Pangea og það er nú alltaf líklegt að rekast á strákana þar á föstudagskvöldi. Þarf að hitta Arnaldo líka og segja honum að skeljarnar sem hann gaf mér í jólagjöf taka sig alveg sérlega vel út í rammanum sem ég valdi fyrir þær og smekkvísi Hrefnu í galleríinu svíkur ekki fremur vanalega.. þetta er algjört æði! Nú er bara að finna stað fyrir herlegheitin.. einhverjar uppástungur?

13:38 Viltu blaðra?

15.7.05  
Bara komin helgi aftur og svaka gott verð ég að viðurkenna.. mér finnst tíminn ekkert líða, er að bíða eftir að komast heim í heiðardalinn. Eins er maður að bíða eftir góðum fréttum frá forsætisráðherra Góðbjórs og hans yndælu frú.. en erfinginn er nú eitthvað að láta bíða eftir sér skilst mér!! Vona bara að þetta fari nú að gerast fljótlega.. Sif hlýtur að vera orðin annsi þreytt.

Fór að sjá ballet á mánudaginn í Dicapo Opera Theater en þar er um þessar mundir haldin 4. alþjóðlega danssýningin í New York og var eitt íslenskt verk "Græna verkið" eftir Jóhann Björgvinsson og Filippíu Elísdóttur en Jóhann Freyr Björgvinsson er einmitt gamall skólafélagi úr Digranesskóla, snilldar dansari og danshöfundur. Enda var það vægast sagt að sjá af þeim verkum sem sýnd voru þetta kvöld.. opnunar kvöldið by the way.. að þetta virtist ekki vera mjög professional sýning nema verkið hans Jóa sem hreinlega bar af, bæði í hugmyndafræði og ekki síst hvað varðaði dansara.. en hans dansarar voru alveg toppurinn af þeim sem tóku þátt í hátíðinni. Við fórum saman 5 stelpurnar og skemmtum okkur alveg vel, sýningarhaldararnir sendu okkur VIP miða í móttöku á undan og svo mjög góð sæti í salnum. Það var líka alveg frábært að hitta Jóa, Ingu Maríu, Filippíu þarna á undan og eftir og svo í hléinu þegar ég var að bíða eftir að komast út mætti ég Darra en konan hans hún Lovísa er einn af dönsurunum í "Græna verkinu". Mjög gaman að hitta þau og fá fréttir af þeim og auðvitað ákváðum við að fara og fá okkur drykk eftir sýninguna. Erla (starfsneminn okkar hjá fastanefndinni, yndileg stelpa) var eina af mínum hóp sem lét til leiðast að fara með og drifum við okkur með krökkunum á Hudson Hotel barinn sem er mjög flottur en dálítið hávær. Fór svo heim um miðnættið að sofa enda vinnuvikan framundan..þó gaman hefði verið að sitja og æpa á fólkið dálítið lengur.

Fór að hitta Sigga í gærkveldi og við fórum á tælenskan stað í Soho að borða og stærsta Mojito sem ég hef séð... röltum svo aðeins um, fundum skemmtilegan vínbar og fengum okkur drykk þar líka.. svo það var aðeins rykuð Dísa sem fór heim í lestinni í gærkveldi :-)

Það var svo síðasti dagurinn hennar Helgu í vinnunni í dag og við hin í vinnunni buðum henni i hádegismat í dag. Gréta er í heimsókn í borginni og leit við að borða með okkur.. æi ég á eftir að sakna Helgu, Haffa og Urðar en þau eru að fara til Stokkhólms í lok mánaðarins. Gangi vel og takk fyrir samveruna elskuleg.

Á svo von á Beggu, David, Alex, Paul og Dave í mat annað kvöld svo manni leiðist ekki verulega.. nóg um að vera hérna sko. Jæja læt þetta duga í bili.. heyrumst.

20:24 Viltu blaðra?

7.7.05  
Kom að því að maður héldi kannski eitthvað áfram að blaðra hér.. ekki þar fyrir að ég reikna nú eiginlega bara með að flestir séu hættir að kíkja hér inn og skiljanlega!

Ýmislegt gerst síðan síðast, Ásta og Palli komu í heimsókn sem var yndislegt, við fórum aðeins um bæinn, út að borða og svona.. sáum eimitt Söru Jessicu Parker og hennar ektamann Matthew Broderick á Nobu Next Door.. sem alveg bara gerði ferðina fyrir Ástu held ég :) Svo komu systur mínar um páskana og eyddum við nokkrum dögum í versl og þvílíkt sem var mjög gott og gaman að hafa þær hjá mér.

Mamma og pabbi komu svo til mín í lok apríl og voru fram í lok maí.. eða nánast.. þau skruppu í viku til Dúddu frænku í Kanada og svo fórum við líka eina helgi í heimsókn til Össa frænda. Pabbi hennti upp bókunum mínum, hengdi upp myndir og tók til á svölunum mínum á meðan mamma lagaði til í íbúðinni.. ég meina fólkið var í fríi, halló!! Ekki að ég sé að kvarta yfir afrakstrinum, íbúðin mín hefur aldrei verið svona fín.. ég keypti meira að segja tvo lazy boy stóla svona rétt til að það væri hægt að setjast niður. Svo fórum við öll samferða til Englands til að halda upp á 30 ára afmælið hennar Tinnu minnar.. við vorum öll á sama stað í fyrsta sinn í langan tíma.. í fyrsta skiptið fyrir Sólu..eins komu mamma og pabbi Pete í heimsókn til Worthing og systir Pete líka hún Kelly. Við áttum bara mjög skemmtilegan tíma saman nema aumingja Tinna þurfti soldið að vinna svo það var ekki alveg eins afslappað fyrir hana þessa elsku og ég hefði viljað. En við reddum því nú í ágúst því ég er að koma heim í frí.. woohoo.. kem 30. júlí og verð til 20. ágúst. Get ekki beðið það verður skelfilega gaman. Anyway.. ætla að fara að halla mér á eyrað..hef góðar vonir um að helgin verði skemmtileg svo maður verður að spara kraftana. Hasta luego..vonandi.

22:15 Viltu blaðra?

 
This page is powered by Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com