Sögur af lífi utanríkisráðuneytisstarfskonu í Nýju Jórvík...

 
Archives
<< current

 
Sibba
Sif
Binna sæta
Fríríkið
Kollý
Jóhanna Ósk
Fjalar
Deeza's Diner
Erla


Sögur frá Nýju Jórvík
 
27.8.05  
Ussu suss.. löngu komin heim aftur og allt það.. og ekkert búin að tala um matarboðin æðislegu hjá Gumma frænda og Monicu konu hans.. Grillið á Sögu, Kabarett með ömmu og Tinnu eða aðgerð á táslu, Sölku Kidda og Sifjar, heimsókn til Ásgeirs og Olgu, heimókn til Sigga eða neitt annað skemmtilegt sem gerðist á landinu bláa. Þið verðið að afsaka áheyrendur góðir en ef ég fer nú að rabba um þetta sérstaklega verður þetta bara eins og hver önnur upptalning og ekkert skemmtilegt. Get þó ekki látið vera að minnast aðeins á hversu gaman var að koma heim eftir ár í burtu og hitta alla sem heima voru. Ég átti alveg yndislegt frí, takk fyrir mig allir.

Erla var flutt inn í íbúðina mína þegar ég kom til baka, búin að þrífa hátt og lágt og bara allt í góðu stuði hérna megin við hafið. Það er voða gaman að hafa sambýling til að spjalla við á kvöldin enda hefur varla verið kveikt á sjónvarpinu hér síðan maður lenti sko. Stelpan er þó að flytja um helgina í íbúð í Brooklyn með vinkonu sinni og verð ég að segja að ég á eftir að sjá eftir skvísunni þó hún sé ekki að fara langt í bili. Við höfum líka verið þvílíkt duglegar að elda hérna heima, bjúgu með uppstúf og grænum baunum hvað þá meira. Fórum svo í gær eftir vinnu í ágætis bæjarrölt, keyptum okkur slatta af tónlist (ég hef aldrei átt neitt með Coldplay fyrr, keypti líka Interpol handa Tinnu, Stephen Malkmus handa mér og Birthday Party best off disk!) enduðum svo á Pangea í rétt rúmlega tveim hvítvínsflöskum og úrvals spjalli. Þvílík plön sem gerð eru svona þegar maður er aðeins orðinn rykaður.. sheesshh.

Framundan eru svo spennandi tímar í vinnunni.. það er bara allt að fara af stað hér eins og alltaf í september og hlakka ég mikið til að takast á við verkefnin.. einnig sýnist mér félagslífið á uppleið að nýju, nú er maður búinn að fjárfesta í miðum á FooFighters og Weezer (saman á tónleikum)en ekki fyrr en í október. Sibba er á leiðinni til mín í smá heimsókn í september og verður nú aldeilis tekið til við að tvista þegar að því kemur sko. Heyri í ykkur seinna.. over and out.

13:06 Viltu blaðra?

10.8.05  
Búin að vera heima í 11 daga.. og er að fíla mig vel bara á klakanum. Búin að fara í ótal matarboð og heimsóknir, eiga afmæli.. já, ég þakka innilega gjafir og góðar kveðjur sem mér voru sendar allstaðar að úr heiminum í tilefni dagsins, yndislegt að eiga svona góða að :-) Nú er læknamafíuvesenið byrjað. Fór til tannlæknis í gær og er nú komin með krónuna aftur þó að minn ágæti tannlæknir sé að tala um meiriháttar framkvæmdir til að koma í veg fyrir svona krónulos að nýju. Hún vill helst taka þessa tönn alveg í burtu og þá við hliðina líka og setja einhverskonar "inplants" í staðinn en það tekur einhverja mánuði, hundruð þúsunda og a.m.k. eitt stykki skurðaðgerð!! Ég lofaði að hugsa málið.. ekki mjög freistandi finnst mér reyndar en ef þetta er það eina sem virkar til frambúðar er alla vega minnsta sem ég get gert að hugsa málið.

Frændsystkinin komu ásamt mökum í kaffi í gær hingað í Kópavoginn. Við systur panikkuðum pínulítið og þrifum út alveg íbúðina þannig að nú er allt glansandi fínt. Einnig nennti enginn að baka mikið svo maður reddaði sér á marens og svömpum, flatkökum með osti, ostum og vínberjum og ávöxtum. Gaman að hitta gengið að nýju, Gummi og Elísabet komu með börnin með sér en annars hafa þessi boð alltaf verið barnlaus. Ekki gott fyrir þau að finna barnapíu fyrir tveggja og hálfs árs skæruliða og glænýja píu.. enda þarf múttan nú að vera nálæg, alla vega til að gefa að borða og svona!! Ármann og Hildur voru þó í góðu stuði bæði og gaman að sjá þau finnst mér. Við sátum svo eftir að allir voru farnir, ég, Tinna og Pete og spjölluðum saman.. þangað til Pete fór að sofa og við systur gátum loks haldið áfram með sitt hvorn Potter-inn. Jamm við fengum Harry Potter nýja frá mömmu og pabba í ammlisgjöf og erum búnar að vera að glugga í þetta að sjálfsögðu síðan að pakkinn loks kom. Ég kláraði mína áðan og varð ekki fyrir sérlegum vonbrigðum með bókina.. þó að mér finnist strákurinn aðeins of "fattlaus" miðað við allt sem á undan er farið. Nú langar mann bara að ná í sjöundu og síðustu bókina (alla vega geri ég ráð fyrir því að höfundur breyti því ekki) og klára dæmið.

Well.. ég þarf að fara að hafa mig til fyrir lækni númer tvö í dag.. og gef skýrslu aftur síðar, tjaó.

07:58 Viltu blaðra?

 
This page is powered by Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com