Sögur af lífi utanríkisráðuneytisstarfskonu í Nýju Jórvík...

 
Archives
<< current

 
Sibba
Sif
Binna sæta
Fríríkið
Kollý
Jóhanna Ósk
Fjalar
Deeza's Diner
Erla


Sögur frá Nýju Jórvík
 
24.9.05  
Hef verið klukkuð af Kollý vinkonu minni og því skilst mér að ég verði að segja ykkur 5 staðreyndir um sjálfa mig...

1. Er bæði mjög fegin og í leiðinni pínku leið yfir því að ættingi Magnúsar hans Einars drapst án mikillar fyrirhafnar inni í kústaskáp límdur í gildru. Þessar blendnu tilfinningar eru af því komnar sennilega að maður hélt með Jenna, Dangermouse og Basil leynilöggumús hérna þegar maður var lítill...Mikki mús var aldrei að rokka fyrir mér, en mýs eru einhvern vegin ekki eins hættulegar og hræðilegar og rottur.. þá hefði þetta kvikyndi mega drepast mín vegna og enginn verið leiður!

2. Þegar ég var lítil öfundaði ég Helgu vinkonu mína mjög af hárinu hennar sem var svo þykkt og slétt og sítt... og skollit. Mér fannst algjört helvíti að vera með svona dökkt krullað hár og dökka húð allt öðruvísi en systur mínar og æsku vinkona mín. Ég var víst líka mjög afbrýðisöm við hana út af ömmu sem auðvitað átti ekki að sýna öðrum athygli en mér helst.

3. Ég er svo lítil saumakona í mér að ég hef átt saumavél í rúmt ár og hún hefur ekki enn komist inn fyrir dyr í íbúðinni minni og í eina skiptið sem hefur verið kveikt á henni var þegar Begga vinkona mín var að athuga hvort hún virkaði.

4. Ég þoli ekki ameríska stefnumótamenningu, reglurnar eru mjög svo hallærislegar og svo er þetta meira eins og atvinnuviðtal með víni og oft mat heldur en skemmtileg kvöldstund með áhugaverðri manneskju.

5. Ég spilaði á klarinett í Skólahljómsveit Kópavogs í nokkur ár en get ekki lesið nótur.

Jæja félagar þá er það komið.. að vísu hefði ég getað valið einhverjar aðrar staðreyndir um mig en læt þessar duga í bili. Er þá ekki komið að mér að klukka?? Er að hugsa um að velja Erlu og ríkisstjórn Góðbjórs

Af öðru er helst að segja að Sibba vinkona er hjá mér í stuttri heimsókn.. það er búið að taka vel á í djamminu síðastliðna viku, þannig að "eðlilegt ástand" á heimilinu er eiginlega þynnka! Í alvöru, hefði einhverjum dottið það í hug að ég ætti þetta til? Kíkt aðeins í flösku síðasta laugardagskvöld með Sibbu, Sif, Beggu og Paul.. lákum hér inn um dyrnar um fimmleytið á sunnudagsmorguninn. Svo var aðeins tekið á því, óvænt, á þriðjudagskvöldið.. á fimmtudagskvöldið fórum við Sibba svo að hitta Álfheiði vinkonu Jóhönnu Óskar, kíktum á nokkra kokteila og svona eins og eina hvítvín.. svaka gaman.

Við Sibba skelltum okkur svo á Pangea í gærkveldi og hittum þar fyrir Paul og David, Dave hennar Beggu og svo kom Begga og með henni tvær vinkonur hennar að heiman Hilla og Sossa (frábærar fótboltastelpur báðar tvær)og var sullað ágætlega í sig :-) Komum heim milli tvö og þrjú og fór undirrituð bara beint í rúmið enda ekki í ástandi til annars. Þynnka og bolti fram eftir í dag.. skilst að það hafi nú verið gerð frekari plön um djamm í kvöld í gær.. já já taka bara eina góða verslunarmannahelgi..ha??

10:49 Viltu blaðra?

14.9.05  
Fór á tónleika með Sigur Rós í Beacon Theater á mánudagskvöldið með Erlu, Emil Breka og Matthíasi en við vinnum öll saman. Tónleikarnir voru frábærir, þeir spiluðu bæði ný lög og gömul í bland og var bara talsvert rokk í gangi. Áhorfendur voru vel með á nótunum stóðu á fætur í lokin og klöppuðu bandið upp þrisvar, heyrðust meira að segja nokkur "Áfram Ísland" svona í hita leiksins.. bara eins og á alvöru landsleik ma'r. En því ber alls ekki að neita að strákarnir voru frábærir og nutu aðstoðar hljómsveitarinnar Amina sem hitaði líka upp fyrir þá og voru bara annsi skemmtilegar líka. Nýju lögin voru nokkuð þétt og skemmtileg og hlakka ég til að heyra nýja diskinn.

Annars er bara allt gott að frétta héðan úr stórborginni, vinnan skemmtileg og fullt að gera í félagslífinu eins og alltaf... reyndar enn meira næstu vikurnar þar sem að hún Sibba mín er á leiðinni. Kemur á föstudaginn og er hjá mér í tíu daga við ætlum út að tjútta á laugardagskvöldið með stelpunum vííí.. ekki leiðinlegt ha??

Meira seinna elskurnar.. ætla að fara að halla mér.

21:26 Viltu blaðra?

 
This page is powered by Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com