Sögur af lífi utanríkisráðuneytisstarfskonu í Nýju Jórvík...

 
Archives
<< current

 
Sibba
Sif
Binna sæta
Fríríkið
Kollý
Jóhanna Ósk
Fjalar
Deeza's Diner
Erla


Sögur frá Nýju Jórvík
 
25.10.05  
Hefur David Grohl einhvern tíman tileinkað þér lag? Ekki?? Jamm.. hann tileinkaði mér lag á tónleikunum um daginn. Ég er búin að vera að berjast við hvernig ég á að segja frá þessum tónleikum og því hefur þetta tekið sinn tíma eins og þið skiljið eftir lesturinn!

Það byrjaði þannig að miðvikudaginn fyrir tónleikana (sem voru á föstudegi by the way) hringdi hingað á skrifstofuna gaur sem er með tónlistarstöð á netinu. Hann vildi fá að vita hvar hægt væri að kaupa íslenskt Brennivín í Bandaríkjunum. Ég tjáði honum að sjálfsögðu að það væri því miður ekki hægt að mínu viti og spurði í leiðinni hvers vegna?? Jú hann ætaði að fara að “hanga” með Foo Fighters fimmtudag og föstudag og uppáhald Dave Grohls væri einmitt Brennivín og hann hefði viljað færa honum flösku. Eftir að hafa spjallað aðeins um tónleikana verðandi (ég sagði honum auðvitað að ég væri að fara á tónleikana líka og bla bla) þá bauðst ég auðvitað til að redda manninum flösku! Gæinn varð svona líka himinlifandi við þessar fréttir að ég var bara komin í gyðjutölu í hans huga. Núh..ég leitaði hátt og lágt þar til að Brennivínsflaska fannst að lokum og var tilkynnt um hana með det samme til félagans og hann kom hress og kátur að hitta mig morguninn fyrir tónleikana sem ég ætlaði á. Hann vildi endilega gera eitthvað fyrir mig fyrir flöskuna og ég sagði honum að við vinkonurnar hefðum svo sem ekkert á móti því að hitta Foo Fighters og Weezer sko.. hann lofaði að gera hvað hann gæti og með það kvöddumst við.. lofandi að vera í bandi síðar um daginn.

Síðar sama dag hringir svo önnur af þeim sem fór með mér á tónleikana.. og bað um númerið hjá þessum gæja... rétt svona til að kynda hann og athuga hvort við gætum nú ekki örugglega hitt alla vega Dave Grohl. Þau eru svo í einhverju sms sambandi yfir daginn og einnig þegar við komum á staðinn..Weezer voru byrjaðir að spila (því miður) en við komum seint þar sem að samgöngur voru ekki alveg að gera sig þetta kvöldið og við þurftum í rútu á tónleikastaðinn Continental Arena í New Jersey.

Weezer voru FRÁBÆRIR auðvitað þéttir og í góðu rennsli og ég skemmti mér alveg konunglega. Á einum tímapunkti skiptu söngvarinn og trommarinn um hlutverk og tóku þeir eitt lag svoleiðis og leiddu það svo yfir í "Song 2" með Blur sem mér fannst soldið skrýtið en bara gaman.. í lokin á því tók trommarinn svo svaka gítarsóló og hinir tveir smelltu sér að trommunum til söngvarans og trommuðu allir þrír þar til þeir enduðu lagið með smell og fleygðu allir í einu kjuðunum í áhorfendaskarann og svo varð alveg myrkur á sviðinu. Allt ætlaði um koll að keyra og fólk var enn að klappa og stappa þegar einn stór kastari lýsti allt í einu á “soundboard”- ið en þar stóð söngvari Weezer með kassagítarinn sinn og söng “Island in the Sun” algjörlega gæsahúðarefni og hápunkturinn á tónleikunum fyrir mig. Þegar þessu lauk tóku þeir tvö lög í viðbót m.a. Undone (the Sweater Song) og tók fólk hressilega undir.

Á meðan verið var að róta fengum við svo SMS að spyrja hvar við værum í höllinni. Athugið að þetta er íþróttahöll MUN stærri en Laugardalshöllin og við vorum hátt uppi.. langt frá sviðinu... “Nosebleed Section” sem kallað er. Við létum vita hvar við værum og svo byrjuðu Foo Fighters að spila. Mjög gaman að þeim eins og ég ímynda mér að alltaf sé.. en milli fyrstu nokkurra laganna talaði Grohl slatta við áhorfendurna og svo kom: “How are you doing people? So many of you it always amazes me.. especially you Nosebleeds. How are you 201??” Fólkið þar trylltist.. og svo hélt hann áfram: “There are special people here tonight.. 201 I love you.. this one is for you... “ Svo söng hann voða lítið sætt lag.. gerði skál merki í lokin (eins og að lyfta glasi þið vitið) og sagði svo “ I love you” aftur .. Næsta sem við vissum var að við fengum SMS sem sagði að þetta væri gert sér fyrir mig/okkur! Víííí.. Við vorum voða glaðar með þetta eins og getur nærri.. en ekki bólaði neitt á því að við fengjum boð um að fara baksviðs þannig að þegar settinu lauk og bara hugsanlega uppklappslög eftir stakk önnur samferðakona mín upp á því að við drifum okkur út í rútu því annars þyrftum við pottþétt að bíða í 2 tíma alla vega eftir að komast inn á Manhattan aftur. Ég var svona treg til að fara þar sem að mig langaði að sjá uppklappið og einnig var ég enn að vona að maður fengi að skála við kappana.. en mér var gerð grein fyrir því að það myndi ekki gerast og við yrðum fastar á bílaplani í New Jersey í ófyrirséðan tíma.. lét ég til leiðast og skokkaði með þeim út.

Við vorum í fyrstu rútunni sem fór frá höllinni og þegar við komum á Port Authority rútustoppið á Manhattan var drifið sig á klóið og svo farið að hugsa um hvað næst... Þegar við erum að fara út af klóinu á Port Authority kemur sms “ Please proceed backstage, Dave Grohl wants to thank you in person!” Ég hef aldrei verið eins miður mín á ævinni!! Hvað vorum við að hugsa.. skítt með það þó að maður bíði í smá tíma eftir rútu.. ég meina COME FUCKING ON!! Kvöldið var ónýtt fyrir mér.. við fórum eitthvað í bæinn, heimsóttum kærasta annarrar af stelpunum og svo kíktum við á einhvern stað á 1st Ave og 1sta stræti.. en ég skemmti mér sko ekki! Fór heim að sofa um 2 leytið og bara ekki hress.. aumasta manneskja sem þið hafið séð á laugardeginum líka.. þangað til ég fór með Möggu Frímanns og fólkinu hennar í China Town og svo heim þaðan að hitta Sif vinkonu sem átti einmitt afmæli á sunnudeginum (16. okt.). Við Sif fórum auðvitað út að tjútta í tilefni afmælis hennar og til að hressa yours truly við og gekk það svona líka vel að við skröltum heim um 6:30 á sunnudagsmorguninn. Jamm.. hér er lítið slegið af sko. Alla vega hér er sagan af tónleikunum síðustu sem ég fór á (alla vega rokktónleikum) er búin að sjá Sweeny Todd og YL Male Voice Choir frá Finnlandi síðan.. en það er nú önnur saga. Úff maður verður eiginlega bara blúsaður aftur við að skrifa þetta... well ég hitti Dr. G (einhvern mest kúl rokkara samtímans) bara næst.. ha? HA????

14:39 Viltu blaðra?

12.10.05  
Jæja vinnuvikan rúmlega hálfnuð, hefur alveg flogið.. það er nóg að gera í vinnunni og það er alltaf skemmtilegt.

Nóg um að vera á menningarheimili mínu síðasta laugardagskvöld líka, hér hefur ekki verið svona mikið stuð síðan Kiddi varð þrítugur! Við Begga buðum í mat, íslenskan lambahrygg með öllu svona aðallega fyrir vin okkar Everett sem er kokkur (eldar fyrir ríka og fræga fókið svona aðallega) og er þar af leiðandi aldrei boði í matarboð.. við stöllurnar hræðumst nú ekki svona sko enda erum við frábærir kokkar sjálfar. Þemað var íslenskt svona mest allt kvöldið, íslenskur matur, íslenskt brennivín og íslensk tónlist auðvitað. Erla vinkona okkar var hér líka, einnig David maður Beggu og Paul og Dave vinir okkar. Við þessar íslensku tókum okkur til og tókum smá söngnúmer við mikinn fögnuð enda hafa Tvær úr tungunum ekki heyrst í þessari íbúð nema einu sinni síðan ég kom hingað :-) Kvöldinu var svo eytt fram á nótt á dansskónum hér í stofunni alveg fram undir þrjú!! Kverkarnar vel vættar og gestirnir fóru mettir og reifir heima á leið.

Var að enda við að horfa á merkilegan þátt um stríðskonur (warrior women), tveir fornleifafræðingar hafa verið að grafa upp staði í suður Rússlandi í nokkur ár og hafa þar fundið nokkuð margar grafir með kvenbeinagrindum sem hafa verið grafnar með gull og vopn og sumar með hestum sínum meira að segja. Þau voru að reyna að færa sönnur á að Amazon konurnar hafi verið til í raun og veru og eftir Trójustríðið þar sem þær töpuðu fyrir Grikkjum hafi restin af þeim verið teknar höndum og siglt með þær á svarta hafinu. Valkyrjurnar drápu náttúrlega þá sem rændu þeim og enduðu skipsferðina í suður Rússlandi þar sem þær giftust inn í stríðsflokk karla þar og héldu sínu striki og börðust með mönnum sínum. Annar fornleifafræðingurinn fékk vin sinn sem er sennilega einn færasti DNA fræðingur í heimi til að taka sýni úr 2500 ára gömlum beinunum og kom í ljós að þetta voru allt konur sem grafnar höðu verið upp. Alla vega þátturinn leiddi svo í ljós að afkomendur Amazon kvennanna eru hirðingjar í hrjóstrugustu héruðum Mongólíu! Þar var tekið sýni úr ljóshærðri stúlku og kom í ljós að hennar DNA var svo líkt DNA-inu úr beinunum að undrum mátti sæta. Merkilegt ha!? Mér finnst frábært að þetta var ekki bara þjóðsaga heldur voru þessar ótrúlegu konur til í alvörunni.

Anýhú mér fannst þetta alveg ótrúlegt, líður ykkur ekki betur líka? Að vita þetta?? Jebb, vissi það. Er svo að fara að sjá Foo Fighters og Weezer á föstudagskvöldið með Erlu og Guðlaugu vinkonu hennar. Hlakka til.. læt ykkur vita hvernig var.
Þangað til... túduls.

21:03 Viltu blaðra?

 
This page is powered by Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com