Sögur af lífi utanríkisráðuneytisstarfskonu í Nýju Jórvík...

 
Archives
<< current

 
Sibba
Sif
Binna sæta
Fríríkið
Kollý
Jóhanna Ósk
Fjalar
Deeza's Diner
Erla


Sögur frá Nýju Jórvík
 
24.4.06  
Howdy!
Þá er nú Englandsför að ljúka, ég fer í flugið á morgun og áætla að vera komin heim til New York um níuleytið annað kvöld. Ég er himinsæl með ferðina búið að vera æðislega gaman með mömmu og pabba, Ellu, Esju, Sólu og Trevori og allir bara þokkalega hressir. Besta af öllu er samt að ég náði að dobbla mömmu heim með mér og því förum við saman í vélina á morgun. Hún ætlar að stoppa í mánuð hjá mér og nú er bara að vinna að því að fá pabba til að koma seinna líka og vera samferða frúnni sinni heim til Englands 25. maí n.k. vonanadi gengur það vel, ég skora á þá sem lesa að þrýsta á kallinn.. hann hefur bara gott af því að kíkja aðeins yfir hafið til stórborgarinnar! Helst hefði ég auðvitað viljað hafa alla með mér heim en það gengur því miður ekki í þetta skiptið.. Ella er til að mynda á Íslandi þessa vikuna og Trevor að vinna á fullu í húsinu og hugsa um börn og heimili.. æ.. kannski næst ha?! Stelpuskottin frænkur mínar eru yndislegar, skemmtilegar, sætar og klárar og gaman að kynnast þeim að nýju, það versta við að búa svona langt frá þeim er að maður verður einmitt að kynnast þeim alltaf upp á nýtt og leifa þeim að kynnast manni. Esja er nú orðin svo stór (rúmlega fjögurra ára!) að hún man eftir manni frá heimsókn til heimsóknar en er auðvitað pínku feimin svona til að byrja með en það fer þó fljótt af. Sóla er líka mun stærri en þegar ég sá hana síðast auðvitað og verður ekki eftirbátur systur sinnar í mörgu held ég.. hún heldur alveg sínu striki sama hvað tautar og raular en er sátt við að vera bara með mömmu sinni eða afa þó hún sé voða góð við ömmu sína og auðvitað Dísu frænku.. svona í lokin alla vega. Gaman að þeim báðum þessum elskum og ég hlakka svaka til að hitta þær á Íslandi í sumar, það verður alveg frábært að eyða meiri tíma með þeim og það heima á landinu bláa sem maður er nú farinn að sakna alveg ferlega öðru hvoru. Bið að heilsa í bili..

17:33 Viltu blaðra?

 
This page is powered by Blogger.
Weblog Commenting by HaloScan.com